Álverk

Um prentunina
Listaverkin eru prentuð í high defenition upplausn inn í álplötu og húðuð með gloss filmu. Útkoman eru bjartari litir, meiri dýpt og ótrúleg gæði sem ekki er hægt að ná fram í prentun á pappír.

Ending

Þar sem litirnir eru prentaðir inn í álplötuna, í stað þess að prenta á filmu og líma á álplötu, verður listaverkið vatnshelt, þolir veðrun og er „scracth resistant“. Til dæmis má þrífa listaverkið með gluggahreinsi án þess að skemma það.

Endingartíminn er því hundruði ára án þess að litir dofni, eða pappír gulni (eins og gerist í hefbundinni prentun).

Útlit

Útlitið á álprentuninni minnir á prentun í gler

Festingar og innrömmun
Aftan á álverkinu er batti úr trémassa, þannig að það er hægt að hengja álverkið beint upp á vegg. Þannig „flýtur“ listaverkið u.þ.b. 1,5 cm frá veggnum. Ekki þarf heldur að ramma verkin sérstaklega inn.

Upplag

Aðeins eitt eintak er prentað af hverju álverki.

Kaupleiga
Hægt er að gera vaxtalausan kaupleigusamning á álverkum í gegn um Gallerí Fold. Þú velur verkið og getur fengið það leigt í allt að 36 mánuði. Að leigutímabilinu loknu átt þú verkið. Hvenær sem er á leigutímanum getur þú skilað verkinu, en þá er leigan ekki endurgreidd. Starfsfólk gallerísins veitir nánari upplýsingar um þessi frábæru kjör – Gallerí Fold.

Afgreiðslutími

Ef verkið hefur þegar verið prentað í ál getur afgreiðslutími verið 1-3 virkir dagar. Ef panta þarf verkið úr prentun að utan má gera ráð fyrir allt að 3 vikna afgreiðslutíma.