Um prentunina
Listaverkin eru prentuð í listaverkaprentara á hágæða 308 gr mattan archival pappír. Pappírinn hefur 100-200 ára endingartíma áður en hann fer að missa lit, gulna. Samanborið við hefbundinn pappír sem getur gulnað á nokkrum árum.

Blekið

Giclée prentarinn hefur 12 liti, samanborið við hefbundinn prentara sem hefur 3 liti auk svarts. Það tryggir meiri litadýrð, dýpt, birtu og gæði. Einnig endist blek prentað með giclée prenturum í 100-200 ár án þess að dofna.

Útlit

Útlitið á giclée er ólíkt hefbundinni prentum að því leiti að litir eru mun bjartari og flottari. Almennt sér fólk ekki svona flotta prentun í kring um sig og því stendur giclée uppúr sem alþjóðlega viðurkennd listaverkaprentun sem notuð er af söfnum og söfnurum um allan heim.

Innrömmun

Verkin koma upprúlluð til viðskiptavinar.

Ég mæli alltaf með því að mínir kúnnar láti fagmenn um innrömmunina (ekkert ryk, og flott handbrögð). Innrammarinn sér um alla innrömmun fyrir mig og býður mínum viðskiptavinum afslátt af keyptri þjónustu.

Sjá hér: innrammarinn.is

Meðhöndlun

Þar sem pappírinn er mattur eru verkin viðkvæm fyrir kámi. *Því er best að afhenda verkið beint til innrammara eftir kaup. Ef þig langar að skoða verkið þá er mælt með því að vera í bómullarhönskum, eða sýrufríum gúmíhönskum. Einnig er mælst til þess að vera 2 saman að rúlla út listaverkin til þess að minnka áhættu á að setja brot í verkið.

Upplag og afgreiðslutími

Mismunandi eftir verkum, sendið fyrirspurnir til odee@odee.is.