Cash Mönneh

Pay Up Mafakka

Cash Mönneh

Hin umdeilda sýning Cash Mönneh er sería listaverka sem var unnin fyrir Ljósanótt 2016 eftir listamanninn Odee.


Um prentunina

Listaverkin á sýningunni koma í 10 stykkja upplagi, númeruð og árituð af listamanni.  Þau eru prentuð í hágæða giclée listaverkaprentara, 12 lita, á 308 gr mattan archival pappír. Það tryggir meiri litadýrð, dýpt, birtu og bestu mögulegu gæði.

Stærð

Hægt er að fá verkin bæði með eða án innrömmun. Verkin sjálf eru 40×40 cm með 5 cm hvítum kannti allan hringinn, samtals 50x50cm. Ramminn er 8cm breiður sem gerir listaverkið 66×66 cm innrammað.

Ramminn er með hrjúfa áferð og mikla dýpt, bæði vegna þess hve þykkur hann er og djúpur. Ramminn sem er sérvalinn af listamanninum gefa verkunum tignarlegt útlit.

Verkin eru römmuð inn með hvítu sýrufríu kartoni, sem gefur fallega dýpt.

Innrammarinn á Rauðarárstíg sér um innrömmun á verkunum fyrir sýninguna. Starfsmenn Innrammarans hafa staðist gæðapróf Fine Art Trade Guild (GCF), en þar er fagmennska í fyrirrúmi.

Verð

Án ramma – 45.000 kr

Innrammað – 75.000 kr

Fyrirspurnir og pantanir

Hægt er að hafa samband við Odee í gegn um facebook síðu listamanns, www.facebook.com/odeeart, eða í gegn um tölvupóst odee@odee.is.