fbpx
Amedeo
SYMBIOSYS OF
PURPOSE & STYLE

Search

Algengar spurningar

Hér má finna svör við algengum spurningum.

Hvaða greiðsluleiðir eru í boði?

Hægt er að greiða með:

  • Öllum helstu debet- og kreditkortum í gegnum greiðslugátt Borgunar
  • Raðgreiðslur í boði gegn um Borgun.
  • Millifærslu af bankareikningi
  • Netgíró
  • Kaupleiga í gegn um Gallerí Fold
  • Borga á staðnum – T.d. þegar verk eru sótt til listamanns eða hjá Gallerí Fold.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við odee@odee.is.

Er hægt að sérpanta verk?

Já það er hægt að sérpanta verk. Þetta á þó einungis við um stærri verk og frumverk. Allar sérpantanir eru unnar í samráði við Odee.

Hægt er að koma með tillögur, ræða um þema, stærð, liti osf en það er að endingu listamaðurinn sjálfur sem skapar verkið.

Ekki eru teknar til greina sérpantanir sem fela í sér að setja visst myndefni (mynd af fjölskyldumeðlimum, bílnum sínum osf.) Öll verk þurfa að samræmast listrænni tjáningu Odee.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Odee í tölvupósti, odee@odee.is, eða í síma 661-8345.

Er hægt að sérpanta eftirprent af vissum verkum?

Já það er hægt í einhverjum tilfellum. Best er að hafa samband við listamanninn beint varðandi slíkar beiðnir. Tölvupóstur odee@odee.is eða í síma 661-8345.

Hvað er álverk?

Listamaðurinn Odee sendir frumverk sín stafrænt til New York og eða Califorinu þar sem þau eru brædd inn í ál.

Listaverkið er prentað út á filmu sem er lögt á álplötu. Filman og platan eru pressuð saman og hituð upp í c.a. 400°C. Við þetta breytist blekið í gas sem smýgur inn í yfirborð álsins. Að lokum er álplatan húðuð með verndarhúð.

Þessi tækni tryggir háskerpu, bjarta liti og drjúga endingu.

Ekki er um að ræða filmu límda á álplötu heldur er verkið brætt inn í yfirborð álsins (ekkert ósvipað og prent á gos- eða bjórdósir.)

Orðið “álverk” er nýyrði sem listamaðurinn Odee notaði til þess að lýsa listaverkum sínum sem unnin eru með þessum hætti.

Hvar get ég skoðað verk eftir Odee?

Listaverk eftir listamanninn Odee eru víða til sýnis í almenningsrýmum. Einnig heldur Odee reglulega sýningar.

Hægt er að skoða listaverk eftir Odee hjá Gallerí Fold á Rauðarárstíg, en þeir annast umboðssölu og sýningar í Reykjavík.

Odee er með vinnustofu í Reykjavík þar sem hægt er að koma og skoða verk og hitta listamanninn. Best er að hafa samband fyrst í síma 661-8345 til þess að ákveða tíma. Þar er hægt að skoða bæði álverk og eftirprent.

Hvað er Odee lengi að skapa eitt verk?

Það getur verið misjafnt. Mestur tími fer í “brainstorm” eða svokallaða þankahríð og efnisöflun. Samsetning verkanna tekur oft minni tíma. Samfellt getur ferli fyrir hvert verk verið um 3 vikur.