fbpx
Amedeo
SYMBIOSYS OF
PURPOSE & STYLE

Search

O

Odee

Visual Mashup Artist

Listamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, hefur á stuttum tíma vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis fyrir áhugaverða listsköpun. Odee vinnur mest með svokallaða digital fusion eða visual mashup list,  sem hann kallar samrunalist. Þar blandar hann saman efni úr vinsælli menningu til þess að skapa ný sjálfstæð listaverk.

Áður en hann hóf ferilinn sem listamaður stundaði hann nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, með áherslu á markaðsfræði og stjórnun. Tjáningarfrelsi listamannsins er Odee mjög hugleikið, þá sérstaklega ofar höfundarrétti, og hefur hann látið taka til sín í þeim málefnum opinberlega oftar en einusinni.

Odee hóf BA nám í myndlist við Listaháskóla Íslands haustið 2020. Listsköpunin fer fram á vinnustofu hans í LHÍ, Laugarnesvegi.

Gallerí Fold hefur umsjón með umboðssölu og sýningar fyrir listamanninn bæði heima og erlendis.

Hafa samband
Önnur verkefni

Kynningarefni fyrir Íslenska dansflokkinn, Umbúðahönnun og kynningarefni fyrir WOW air, Odee Street Drop í samstarfi við Gallerí Fold

Fjölmiðlaumfjöllun
Sýningar

2018 – Circulum – Gallerí Fold, Reykjavík – Einkasýning

2018 – Odee Street Drop á Menningarnótt – Gallerí Fold, Reykjavík – Gjörningur

2018 – Time Lapse – Eistnaflug, Neskaupsstað – Einkasýning

2018 – Wow Beer – The Annual Icelandic Beer Festival, Kex Hostel, Reykjavík – Gjörningur

2017 – Cash Mönneh – Sómasetrið, Reyðarfirði – Einkasýning

2017 – Álverk – Alcoa Fjarðaál, Reyðarfirði – Einkasýning

2017 – Cash Mönneh – Deiglan, Alcoa Fjarðaál, Reyðarfirði – Einkasýning

2017 – Brandalism – Amarohús, Akureyri – Einkasýning

2017 – Popart Tvíeyringur – Einarshús, Safnahús Vestmannaeyja – Samsýning

2017 – Landvættir – Berlín, Þýskaland – Einkasýning

2016 – Norse – Egilsstaðaflugvöllur – Einkasýning

2016 – PopArt – Smáralind – Samsýning

2016 – Cash Mönneh – Ljósanótt, Reykjanesbæ – Einkasýning

2016 – Ormsteiti – Sláturhúsið, Egilsstöðum – Samsýning

2016 – Odee Street Drop á Menningarnótt – Gallerí Fold, Reykjavík – Gjörningur

2016 – LungA – Seyðisfirði – Samsýning

2016 – Pop Up Art Festival – Berlín, Þýskaland – Samsýning

2016 – Þríhöfði – Sláturhúsið, Egilsstöðum – Samsýning

2015 – Landvættir – Gallerí Fold, Reykjavík – Einkasýning

2015 – Popart 2015 – Gallerí Firði, Hafnarfirði – Samsýning

2015 – Samruni – Dahlshús, Eskifirði – Einkasýning

2014 – GGG: Gremlins, Goonies & Ghostbusters – Bíó Paradís, Reykjavík – Samsýning

2014 – Án titils – Deiglan, Alcoa Fjarðaál, Reyðafirði – Einkasýning

2014 – Odee á Ljósanótt, Svarta Pakkhúsinu, Reykjanesbæ – Einkasýning