fbpx
Amedeo
SYMBIOSYS OF
PURPOSE & STYLE

Search

Cash Mönneh II

Listamaðurinn Odee fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni með nýjasta verki sínu Cash Mönneh II. Gjörningurinn þar sem Odee eyðir íslenskum peningaseðlum í pappírstætara. Þetta listaverk var framkvæmt fyrir lokuðum hópi þann 16. september 2020 í fyrirlestrarsal Listaháskóla Íslands.

“Þetta er fullkomið listaverk” – Odee

Í upphafi listaverksins spilaði listamaðurinn videoverk þar sem ungur drengur ræðir hversu einmanna hann er, hversu illa honum gengur að eignast vini og að hann elski hljóðfærið Kazoo. Hann býður áhorfendum að vera “special friend”. Eftir uþb þrjár mínútur byrjar verkið að varpast og umbreytast í tónlistarvideo þar sem búið er að blanda fyrri part myndbandsins við tónverk.

Odee dregur þá upp pappírstætara og fer að tæta hefbundinn pappír. Óvænt dregur listamaðurinn upp þykkt peningabúnt og sýnir áhorfendum. Í kjölfarið byrjar hann að tæta pening í takt við tónlistina.
Verkið endar eftir 5 mínútur þar sem listamaðurinn er að athafna sig við að troða öllu peningabúntinu í tætarann.
Dagur Benedikt Reynisson myndaði gjörninginn.

Umsagnir áhorfanda

“Extremely entertaining”

“Ótrúlega djarft”

“Materialism is the only form of distraction from true bliss”

“Why?”

”Erfitt að horfa á þetta þegar maður sjálfur og aðrir eiga ekki fyrir mat né fötum á börnin”

”Heimmskulegassta sem ég hef heirrt”

”Noooooooo give it to a poor”

“Hahaha svo mikið boss move”

“Nóg til”

“R2D3 shredding, er besti parturinn af deginum”